Á sýningunni sem opnuð var í Steinshúsi 15. ágúst 2015 er fjallað um helstu æviatriði Steins Steinarr — upprunaskáldsins við Djúp, hreppaflutninga í Saurbæ, fyrstu kynni af skáldskap hjá Stefáni frá Hvítadal, nám í Dölum hjá Jóhannesi úr Kötlum, fyrstu skáldskapartilraunir, námsdvöl að Núpi, lausamennsku í vinnu, útgáfur ljóða, upphaflega gerð Tímans og vatnsins, kynni Steins og Ásthildar Björnsdóttur, ferðalög Steins, áhrif hans á ungskáld, síðustu ár hans og ýmislegt fleira.
Sýningin er unnin í samstarfi við Vaxtarsamning Vestfjarða, Menningarráð Vestfjarða, Uppbyggingarsjóð Vestfjarða, Alþingi og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sem varðveitir frumgögn, en Steinshús fær eftirgerðir til afnota á sýningunni. Ólafur J. Engilbertsson tók saman sýningartextann og Anna Yates sá um enska þýðingu hans. Björn G. Björnsson sá um hönnun sýningarinnar ásamt Ólafi J. Engilbertssyni. Sýningin er bæði á íslensku og ensku.