SKÁLDIÐ

STEINSHÚS

SÝNING

VINIR STEINS

ENGLISH

 
 

Steinshús - Nauteyri, 512 Hólmavík - Sími 822 1508 steinshus@steinnsteinarr.is - Facebook

 

VINIR STEINS

Stofnuð hafa verið samtökin Vinir Steins. Tilgangurinn er að afla fjár til að styðja við rekstur safns og fræðimannssetur til minningar um Stein Steinarr skáld sem fæddist að Laugalandi í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi 13.10.1908.

Undanfarin ár hefur verið unnið að því að endurbyggja gamalt samkomuhús að Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Húsið stórskemmdist í eldsvoða árið 2002 en hefur nú fengið nafnið Steinshús og er í eigu sjálfseignarstofnunar með sama nafni.

Framkvæmdum er nú lokið og er fræðimannsíbúð nú fullbúin til notkunar og safnið verður opið næsta sumar. Stór hluti af efni og vinnu hefur verið lagt fram án endurgjalds.

Erfitt er að fá fjárstuðning frá opinberum aðilum um þessar mundir og hefur því verið gripið til þess ráðs að leita eftir stuðningi frá velunnurum Steins til að styðja við rekstur safnsins. Lagt er upp með fjárstuðning sem hér segir:

Einstaklingar: 10.000 kr. / ári í 3 ár
Fyrirtæki og stofnanir: 50.000 kr. / ári í 3 ár
Að sjálfsögðu er heimilt að greiða hraðar eða hærri upphæðir sé þess óskað. Allir sem leggja verkefninu lið verða félagar í samtökunum Vinir Steins og munu eiga þess kost að sækja um afnot af fræðimannsíbúðinni næstu 3 árin. Skrá yfir Vini Steins mun skipa heiðurssess í Steinshúsi. Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík hefur alla umsjón með móttöku framlaga. Skráning félaga getur farið fram á eftirfarandi hátt.

1. Með því að greiða beint inn á reikning söfnunarinnar:
Banki: 1161
Höfuðbók: 15
Reikningur: 200200
Kennitala: 610808-0260
Nafn og heimilisfang þarf að fylgja með í skýringum.

2. Haft er samband við Sparisjóð Strandamanna sem sendir gíróseðil til viðkomandi:
Sparisjóður Strandamanna
Hafnarbraut 19
510 Hólmavík
S: 455-5050 / Fax:455-5059
Netfang: gbm@spstr.is
Rétt er að benda á eftirfarandi ákvæði varðandi frádrátt vegna gjafa til menningarmála:
Samkvæmt reglugerð nr.483 frá 1994 er við skattframtal heimilt að draga frá tekjum af atvinnurekstri og sjálfstæðri starfsemi, gjafir og framlög til hvers konar menningarstarfsemi fyrir almenning. Framteljandi skal leggja fram móttökukvittun með framtali sínu frá viðkomandi stofnun, sjóð eða félagi. Á móttökukvittunum skal koma fram nafn og heimili gefanda, hver gjöfin er og verðmæti hennar.
Steinshús ses. uppfyllir öll skilyrði varðandi ákvæði reglugerðarinnar.

Með vinsemd og virðingu,
f.h. samtakanna Vinir Steins
Þórarinn Magnússon verkfræðingur
formaður stjórnar Steinshúss ses.