SKÁLDIÐ

STEINSHÚS

SÝNING

VINIR STEINS

ENGLISH

 
 

Steinshús - Nauteyri, 512 Hólmavík - Sími 822 1508 steinshus@steinnsteinarr.is - Facebook

 

STEINSHÚS

Steinshús

Frá 2008 og til 2015 var unnið að því að endurbyggja samkomuhúsið á Nauteyri, sem eyðilagðist í eldi árið 2002, og breyta því í safn og fræðimannasetur til minningar um skáldið Stein Steinarr. Aðalstein Kristmundsson sem síðar tók sér skáldanafnið Steinn Steinarr fæddist að Laugalandi í Skjaldfannardal í þáverandi Nauteyrarhreppi 13.október árið 1908.

Það er sjálfseignarstofnunin Steinshús ses. sem annast hefur allar framkvæmdir á staðnum. Stærð Steinshúss er um 150 m² og skiptist þannig að íbúðarhluti er um 50 m² og safnahluti um 100 m². Safnið var formlega opnað þann 15. ágúst 2015.

Steinshús

Íbúðin er fullgerð og búin öllum nauðsynlegum innréttingum, húsgögnum, tækjum og búnaði. Í safnahlutanum er ný eldhúsinnrétting með öllum helstu tækjum og búnaði og í salnum er allmikið safn bóka (um 800) sem gefið hefur verið til safnsins og þar er talsvert mikið af húsgögnum: stólar, borð, skápar o.fl.

Við hönnun Steinshúss var miðað við að bæði íbúð og safnhluti standist allar nútímakröfur sem gerðar eru til slíkra mannvirkja t.d. varðandi salernisaðstöðu, útgönguleiðir og öryggismál. Þannig er tryggt að í safnahlutanum geti verið margvísleg starfsemi í sátt við rekstur safnsins (fundahöld, kaffiveitingar, leiksýningar o.fl.).

Steinshús

Hjónin Þórarinn Magnússon og Sigríður Austmann Jóhannsdóttir
eru fólkið á bak við opnun Steinshúss