
Kemur allt,
kemur ekkert,
gróið bylgjandi maurildum,
eins og guð.
Guð.
Dagseldur, ljós,
í kyrrstæðum ótta
gegnum engil hraðans,
eins og gler.
Sofa vængbláar hálfnætur
í þakskeggi mánans,
koma mannstjörnur,
koma stjarnmenn,
koma syfjuð vötn.
Himinninn rignir mér
gagnsæjum teningum
yfir hrapandi jörð.